Opnunartími frá 08 - 17

Heilsuvera.is

Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast eigin sjúkragögn. Vefsvæðið er hægt að nota í heimilistölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.

Allir einstaklingar hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu. Foreldrar/forráðamenn hafa aðgang sjúkraskrárgögnum barna sinna að 15 ára aldri.

Þeir sem eru á heilsugæslustöðvum sem eru byrjaðar að nota Veru geta að auki pantað tíma og endurnýjað ákveðin lyf.

Innskráning

Til að auka öryggi við innskráningu er krafist rafrænna skilríkja.

Viðkomandi þarf að vera með SIM-kort (símakort) sem styður rafræn skilríki. Hægt er að kanna hvort símakortið þitt styður rafræn skilríki.

Styðji símakortið ekki rafræn skilríki getur fólk orðið sér úti um slík hjá sínu símafyrirtæki og þau veita nánari leiðbeiningar. Virkja þarf skilríkin í viðskiptabanka viðkomandi.

Hafi fólk ekki möguleika á rafrænum skilríkjum í símann, eða vill það ekki, er hægt að sækja um einkaskilríki frá Auðkenni.

Einnig er hægt að skoða leiðbeiningamyndbönd um rafræn skilríki.

 

Til að byrja með er eftirfarandi virkni í boði í Heilsuveru:

Lyfseðlar

Aðgengilegt yfirlit yfir lyfseðla sem eru í lyfseðlaskrá Landlæknis. Einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum gegnum vefinn án þess að þurfa hringja inn eða koma á heilsugæslu.

Bólusetningaskrá

Yfirlit yfir bólusetningar sem þú hefur fengið samkvæmt bólusetningarskrá Sóttvarnalæknis.

Tímabókanir

Þægilegt viðmót til að bóka viðtalstíma læknis á þinni heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera skráður á stöðina til að geta bókað.

Fyrirspurnir

Nokkrar stöðvar eru byrjaðar að bjóða upp á einfaldar fyrirspurnir fyrir skjólstæðinga sína.

Hér getur þú opnað Heilsuveru

www.heilsuvera.is

Texti fenginn af heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins.

 

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17