Opnunartími frá 08 - 17


Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Hér höldum við áfram að svara algengum spurningum um fyrirkomulag bólusetninga, vottorð og fleira. (Síðast uppfært 9. ágúst)

Vinsamlega leitið svara hér áður en þið hringið eða sendið tölvupóst. Netspjall á heilsuvera.is svarar spurningum um bólusetningar, sýnatökur og annað er varðar heilsu alla daga milli kl. 8:00 og 22.00.

Þessi frétt verður uppfærð eftir þörfum og við munum bæta við fleiri spurningum. Sjá einnig eldri frétt: Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga.

Efst á baugi

Hvernig er skipulagið næstu vikur?

Kennarar og starfsfólk skóla er bólusett í viku 31-32 (3.-13. ágúst) sjá nánar hér: Bólusetning kennara og skólastarfsmanna. Börn 12-15 ára verða bólusett í viku 34 (23.-24.ágúst) sjá nánar hér: Bólusetning 12-15 ára barna. Fjöldabólusetningar hefjast aftur í viku 33 (16.-20. ágúst), sjá: Dagskrá bólusetninga vikur 29 - 34.

Ég komst ekki í bólusetningu fyrir sumarhlé bólusetninga. Hvenær er næsta tækifæri?
Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Bólusett er alla virka daga og mæting er kl. 14 stundvíslega. Pfizer og Janssen er alla virka  daga. Seinni skammtur af AstraZeneca er mánudaga til fimmtudaga og Moderna er á miðvikudögum. Þessi bólusetning er fyrir þá sem geta alls ekki beðið þar til eftir miðjan ágúst og hámarkið hvern dag eru 100 einstaklingar. Þar sem aðeins er um lágmarksmönnun að ræða verður fólk að reikna með einhver bið geti orðið.  (Uppfært 20. júlí)

Eru einhverjir sem mega ekki fá Janssen?
Janssen er bara fyrir þá sem eru 18 ára á árinu og eldri. Barnshafandi konur fá aðeins mRNA bóluefni (Pfizer/Moderna). Aðrar frábendingar eru ekki.

Hvenær verður öllum 12-15 ára börnum boðin bólusetning?

Bólusetningar 12-15 ára barna á höfuðborgarsvæðinu eru fyrirhugaðar 23. og 24. ágúst í Laugardalshöll. Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börnin sín eru beðnir um að fylgja börnunum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni. Boð verða ekki send út fyrir þennan dag, mæting fer eftir árgangi og fæðingarmánuði barns. Sjá nánar: Bólusetning 12-15 ára barna.

Hvaða 12-15 ára börn geta fengið bólusetningu núna?

Bólusetning barna eru fyrirhugaðar 23. og 24. ágúst. Börn fá ekki bólusetningu fyrir þann tíma nema í ákveðnum tilvikum. Þetta eru einkum börn sem eru með ákveðna sjúkdóma og börn sem eru að flytjast erlendis. Ferðalög erlendis eru ekki næg ástæða. 

Bólusetningavottorð

Hvar fæ ég vottorð um bólusetningu?
Á mínum síðum á heilsuvera.is. Þú þarft að hafa rafræn skilríki og  vita númerið á vegabréfinu þínu. Vottorðið er á íslensku og ensku og er ókeypis.

Ég er ekki með aðgang að mínum síðum á heilsuvera.is. Hvernig fæ ég vottorð?
Þú getur haft samband við netspjall á heilsuvera.is eða heilsugæslustöðina þína og óskað eftir að fá vottorð sent í tölvupósti. 

Hvernig virka rafrænu vottorðin?
Rafrænu vottorðin eru með QR kóða sem geyma allar upplýsingar EU Digital COVID Certificate.  

Gula bólusetningaskírteinið?
Ef áfangastaður fer fram á „gula bólusetningaskírteinið“ er hægt að nálgast það á heilsugæslustöðvum, gegn greiðslu.   

Ég fékk fyrri skammt af AstraZeneca og seinni skammt af Pfizer. Fæ ég vottorð og viðurkenna önnur lönd það?
Já, þú færð vottorð og vottorðið er fullgilt samkvæmt reglum um Evrópska bólusetningarvottorðið EU Digital COVID Certificate.  

Get ég fengið vottorð um að hafa fengið fyrri skammt?
Já, á mínum síðum á heilsuvera.is. Þú þarft að vita númerið á vegabréfinu þínu. Á vottorðinu kemur fram dagssetning fyrri skammts og að bólusetningu sé ólokið. Vottorðið er á íslensku og ensku og er ókeypis.

Ég er að fara til útlanda. Hvar fæ ég upplýsingar um reglur á áfangastað?
Heilsugæslan hefur ekki upplýsingar um fyrirkomulag erlendis. Við bendum á Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs (stjornarradid.is) og Ferðir til útlanda (covid.is)

Bólusetningar

Ég greindist með COVID-19 sýkingu? Fæ ég bólusetningu?

Þau sem eru með skráð mótefni geta fengið bólusetningu þegar 3 mánuðir eru liðnir frá sýkingu.

Ég bý á Íslandi en er ósjúkratryggð. Fæ ég bólusetningu og kostar það eitthvað?
Allir sem eru með íslenska kennitölu fá ókeypis bólusetningu. 

Ég er með íslenska kennitölu en bý erlendis Fæ ég bólusetningu á Íslandi?
Allir sem eru með íslenska kennitölu fá ókeypis bólusetningu.

Ég er ekki með íslenska kennitölu. Get ég fengið bólusetningu?
Já, íbúar og starfsmenn af erlendum uppruna eru velkomnir í bólusetningu en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í bólusetningakerfið. Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu sendir þú póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að skrá þig. Annars staðar hefur þú samband við næstu heilsugæslu. Fram þarf að koma: Nafn, fæðingardagur og ár, kyn, upprunaland, netfang og helst íslenskt GSM símanúmer til að taka við SMS boði. Þegar búið er að staðfesta að þú sért kominn inn í bólusetningakerfið getur þú mætt í bólusetningu. (Uppfært 16. júlí)

Sjá nánar: Bólusetning starfsmanna / íbúa af erlendum uppruna gegn COVID-19 sem hafa íslenska kennitölu og þeirra sem ekki hafa íslenska kennitölu 

Ég er með lögheimili á landsbyggðinni en dvel í Reykjavík? Get ég fengið bólusetningu þar
Já, þú getur komið á Suðurlandsbraut 34, kl. 14 stundvíslega alla virka daga og fengið Pfizer eða Janssen. Þessi bólusetning er fyrir þá sem geta alls ekki beðið þar til eftir miðjan ágúst. (Uppfært 20. júlí)

Ég er með lögheimili í Reykjavík en dvel á landsbyggðinni? Get ég fengið bólusetningu þar?
Þú getur haft samband við heilsugæsluna á staðnum og kannað hvort það er hægt. 

Ég var í útlöndum þegar ég fékk boð í bólusetningu. Get ég fengið bólusetningu í þegar ég kem heim?
Já, þú getur komið á Suðurlandsbraut 34, kl. 14 stundvíslega alla virka daga og fengið Pfizer eða Janssen. Þessi bólusetning er fyrir þá sem geta alls ekki beðið þar til eftir miðjan ágúst. (Uppfært 20. júlí)

Ég fékk bólusetningu erlendis. Get ég fengið hana skráða á Íslandi?
Já, þú getur haft samband við heilsugæsluna þína. Þú þarft að hafa gögn sem staðfesta bólusetninguna og þetta þarf að vera bóluefni sem er samþykkt á Íslandi. Eins og er skráum við eingöngu bóluefni sem eru notuð hérlendis.

Seinni skammturinn

Ég komst ekki í seinni skammtinn, Hvað gerist ef ég missi af seinni sprautunni innan tímarammans?
Fáðu þá seinni sprautuna eins fljótt og þú getur. Líklegt er að það sé betra en ekki þó að ekki sé hægt að tryggja fulla virkni. Pfizer er í boði alla virka daga.

Hvenær er seinni sprautan af Pfizer?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 3 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 19 dagar að líða milli skammta og að hámarki 42. Seinni skammtur innan 6 vikna sleppur.

Hvenær er seinni sprautan af Moderna?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 4 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 25 dagar að líða milli skammta og að hámarki 35. Seinni skammtur má líka vera aðeins seinna. 

Hvenær er seinni sprautan af  AstraZeneca
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 8-12 vikur. Ef nauðsyn krefur má hafa styttra bil en vörn er betri með lengra bili. Bil milli skammta má aldrei vera styttri en 4 vikur. 

Ég fékk fyrri af skammt af AstraZeneca. Má ég fá seinni skammt af Pfizer?
Já, það er í fínu lagi en AstraZeneca er líka í boði í hverri viku.

Ég fékk fyrri sprautu í útlöndum get ég fengið seinni sprautu heima?
Ef það er bóluefni sem notað er á Íslandi er það hægt í flestum tilfellum. Bólusett er með Pfizer alla virka daga kl 14. á Suðurlandsbraut 34. Seinni skammtur af AstraZeneca er í boði mánudaga til fimmdaga og seinni skammtur af Moderna á miðvikudögum, allt kl. 14.00. Mætið með upplýsingar um fyrri bólusetningu, þegar kominn er tími á seinni bólusetningu. (Uppfært 16. júlí)

Ég er fékk fyrri skammt á Íslandi, get ég fengið seinni skammt í útlöndum?
Við getum engu svarað um það. Það fer eftir áfangastað.

Barnshafandi konur

Ég er barnshafandi. Á ég að fara í bólusetningu?

Barnshafandi konum býðst bólusetning með mRNA bóluefni. Hægt er að fara á Suðurlandsbraut 34 stundvíslega klukkan 14 á virkum dögum til að fá bólusetningu.Mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um notkun Janssen bóluefnis hjá barnshafandi konum verða mRNA bóluefnin notuð fyrir þær hér á landi. Sjá: Bólusetning barnshafandi kvenna gegn Covid-19.

 
 

Hjúkrunarfræðingar sjá um að bóka á siðdegisvaktina. Hringja í 590-3900 og óska eftir símtali við hjúkrunarfræðing til að athuga með bókun. 

Hér svörum við algengum spurningum um fyrirkomulag bólusetninga. Vinsamlega leitið svara hér áður en þið hringið eða sendið tölvupóst.

Þessi frétt verður uppfærð eftir þörfum og við munum bæta við fleiri spurningum. (Síðast uppfært 9. júlí).

Allir munu fá bólusetningu og unnið er að lausnum til að tryggja það.

Efst á baugi

Hvernig er skipulagið næstu vikur?

Dagskrá bólusetninga - Vikur 26-28

Hvenær er AstraZeneca næst?
Astra er næst í viku 28. Þá er bara seinni skammtur. (Svar uppfært 9. júlí). 

Ég komst ekki í bólusetningu fyrir sumarhlé bólusetninga. Hvenær er næsta tækifæri?
Það verður um miðjan águst og fyrirkomulag verður kynnt vel jafnóðum og það skýrist. (Spurningu og svari bætt við 25. júní). 

Ég greindist með COVID-19 sýkingu? Hvenær fæ ég bólusetningu?5
Þau sem eru með skráð mótefni hafa fengið boð í Janssen bóluefnið. Hægt er að óska eftir Janssen bóluefni á netspjalli á heilsuvera.is. (Svar uppfært 25. júní).  

Hvenær byrjaði handahófsbólusetning á höfuðborgarsvæðinu og hvernig virkaði hún?
1. júní voru fyrstu hóparnir dregnir út í aukaskammta og 7. júni voru allir hinir dregnir út og þannig að röð hópa lá fyrir. Árgangar kvenna og árgangar karla fengu send SMS boð. Þau sem tilheyrðu viðkomandi hópum en fengu ekki boð gátu líka mætt. Hér má sjá alla röðina: Bólusetningaröðin (heilsugaeslan.is)  Núna skiptir röðin ekki máli lengur þar sem allir hafa fengið boð. (Svar uppfært 25. júní) 

Ég bý á Íslandi en er ósjúkratryggð. Fæ ég bólusetningu og kostar það eitthvað?
Allir sem eru með íslenska kennitölu geti fengið ókeypis bólusetningu. (Svar uppfært 25.  júní)

Ég er ekki með íslenska kennitölu. Get ég fengið bólusetningu?
Þú getur óskað eftir að þér sé bætt við í bólusetningakerfinu. Það er mjög mikilvægt að íslenskt símanúmer fylgi, annað hvort þitt eða einhvers sem er nálægt þér.
Sjá: Bólusetning starfsmanna / íbúa af erlendum uppruna gegn COVID-19 sem hafa íslenska kennitölu og þeirra sem ekki hafa íslenska kennitölu (Svar uppfært 25. júní).

Vottorð

Hvar fæ ég vottorð um bólusetningu?
Á mínum síðum á heilsuvera.is. Þú þarft að vita númerið á vegabréfinu þínu. Þú getur sótt vottorðið og prentað út strax eftir bólusetningu en vottorðið tekur gildi 7 dögum eftir  seinni bólusetningu. Vottorðið er á íslensku og ensku og er ókeypis.

Ég er ekki með aðgang að mínum síðum á heilsuvera.is. Hvernig fæ ég vottorð?
Þú getur haft samband við netspjall á heilsuvera.is eða heilsugæslustöðina þína og óskað eftir að fá vottorð sent í tölvupósti. (Spurningu og svari bætt við 9. júlí)

Hvernig virka rafrænu vottorðin?
Rafrænu vottorðin eru með QR kóða sem geyma allar upplýsingar EU Digital COVID Certificate.  (Spurningu og svari bætt við 9. júlí)

Gula bólusetningarskírteinið
Ef áfangastaður fer fram á „gula bólusetningarskírteinið“ er hægt að nálgast það á heilsugæslustöðvum, gegn greiðslu.   

Ég fékk fyrri skammt af AstraZeneca og seinni skammt af Pfizer. Fæ ég vottorð og viðurkenna önnur lönd það?
Já, þú færð vottorð og vottorðið er fullgilt samkvæmt reglum um Evrópska bólusetningarvottorðið EU Digital COVID Certificate.  (Spurningu og svari bætt við 9. júlí)

Vottorð vegna Janssen bólusetningar?
Bara einn skammtur er gefinn af þessu bóluefni en að öðru leyti gildir það sama um þetta vottorð og önnur. (Svar uppfært 15. júní).

Get ég fengið vottorð um að hafa fengið fyrri skammt?
Á mínum síðum heilsuveru. Þú þarft að vita númerið á vegabréfinu þínu. Á vottorðinu kemur fram dagssetning fyrri skammts og að bólusetningu sé ólokið. Vottorðið er á íslensku og ensku og er ókeypis.

Janssen

Eru einhverjir sem mega ekki fá Janssen?
Janssen er bara fyrir þá sem eru 18 ára á árinu og eldriAðrar frábendingar eru ekki.
Ef það er nauðsynlegt að fá bólusetningu á meðgöngu þá er komin meiri reynsla á mRNA bóluefnin.. (Svar uppfært 6. maí).

Ég er með merkinguna "Bara mRNA bóluefni" í bólusetningarkerfinu. Afhverju fæ ég boð í Janssen?
Þetta er gömul merking sem var sett inn á sínum tíma vegna AstraZeneca. Hún á ekki við Janssen því það mega allir fá sem eru orðnir 18 ára, og siður er mælt með Janssen fyrir barnshafandi. (Spurningu og svari bætt við 7. júní) 

Seinni skammturinn

Hvenær er seinni sprautan af Pfizer?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 3 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 19 dagar að líða milli skammta og að hámarki 42. Seinni skammtur innan 6 vikna sleppur.

Hvenær er seinni sprautan af Moderna?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 4 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 25 dagar að líða milli skammta og að hámarki 35. Seinni skammtur má líka vera aðeins seinna.  (Svar uppfært 28. maí)

Hvenær er seinni sprautan af  AstraZeneca
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 8-12 vikur. Ef nauðsyn krefur má hafa styttra bil en vörn er betri með lengra bili. Bil milli skammta má aldrei vera styttri en 4 vikur. Hægt er að mæta í bólusetningu með Astra Zeneca áður en liðnar eru 8 vikur, ef liggur á að ljúka seinni bólusetningu ef efni er til í lok dags. (Svar uppfært 26. júní)

Hvað gerist ef ég missi af seinni sprautunni innan tímarammans?
Fáðu þá seinni sprautuna eins fljótt og þú getur. Líklegt er að það sé betra en ekki þó að ekki sé hægt að tryggja fulla virkni.

Hvenær eru ungar konur sem fengu fyrri sprautu af AstraZeneca  bólusettar með seinni skammti af öðru bóluefni? 
Allir sem fengu fyrri skammtinn í í febrúar fengu boð í seinni skammtinn. Þær konur sem eru fæddar 1967 eða síðar hafa val um að fá AstraZeneca eða Pfizer  Þær þurfa ekki að láta vita hvort þær velja, heldur mæta á réttum degi miðað við hvort bóluefnið þær velja. Þær fá nýtt boð. Frekar er mælt með því að seinni sprautan sé líka AstraZeneca ef konan er sátt við það. (Svar uppfært 20. maí)

Ég fékk fyrri sprautu í útlöndum get ég fengið sinni sprautu heima?
Ef það er bóluefni sem notað er á Íslandi er það hægt í flestum tilfellum.  Hægt er að fylgjast með bólusetningadögum og efni og mæta með upplýsingar um fyrri bólusetningu, þegar kominn er tími á seinni bólusetningu. (Svar uppfært 25. júní)

Ég er boðuð í fyrstu sprautu, get ég fengið seinni sprautu í útlöndum?
Við getum engu svarað um það. Það fer eftir áfangastað.

Barnshafandi konur

Ég er barnshafandi. Á ég að fara í bólusetningu?
Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.
Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna fyrir barnshafandi konur þar sem þau voru fyrst á markað. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um notkun Janssen bóluefnis hjá barnshafandi konum verða mRNA bóluefnin notuð fyrir þær hér á landi. (Spurningu og svari bætt við 5. maí). 

Listar og boðun

Ég er með kynhlutlausa kynskráningu. Hvenær fæ ég boð í bólusetningu?
Þau sem eru með kynhlutlausa skráningu geta valið hvorum hluta síns árgangs, þau fylgja burtséð frá boðun.
Kyn er ekki skráð í bólusetngingakerfinu. Þegar konur yngir en 55 ára máttu ekki fá AstraZeneca var sett merking á konur í kerfinu Sú merking er nú notuð til að skipta árgöngum í tvennt, því þá er fjöldi í hóp þekktur. Til að auka handahófsdreifingu máttum við ekki boða heilan árgang í einu. Í sjúkraskrárkerfinu og í Heilsuveru er kynskráning í samræmi við þjóðskrá. (Spurningu og svari bætt við 2. júní).

Ég er ekki með snjallsíma og get ekki opnað strikamerki?
Þá gefur þú upp kennitölu á bólusetningastað og þér er flett upp í kerfinu

Ég get ekki mætt á uppsettum tíma, má ég koma fyrr eða seinna sama dag?
Já, það má koma á öðrum tíma samdægurs ef nauðsyn krefur. Athugið að mæta frekar á fyrr en síðar því þegar líður á daginn er farið að boða aðra í stað þeirra sem mæta ekki. (Spurningu og svari bætt við 4. maí).

Ég fékk boð í Reykjavík en er úti á landi. Get ég þar sem ég dvel? 
Stundum er það hægt en þú verður að kanna það hjá heilbrigðisstofnuninni á staðnum því oft eru ekki margir skammtar til skiptanna á smærri stöðum

Ég bý á landsbyggðinni en verð í Reykjavík á bólusetningardag? Get ég mætt þar?
Oftast getur þú fengið bólusetningu í Reykjavík ef verið er að nota sama bóluefni og þú fékkst boð í. 

Ég er í útlöndum og var að fá boð. Get ég fengið tíma þegar ég kem heim?
Já, þú getur mætt næst þegar er verið að bólusetja með því efni sem þú varst boðaður í. Þeir sem eru með eldra boð mæta eftir ákveðinn tíma á bólusetningadegi. sjá dagská vikunnar. Þú þarft ekki að tilkynna forföll. 

Hvar get ég tékkað á hvort ég sé á forgangslista? Ég er með sjúkdóm sem ætti að setja mig í forgang en ég hef ekki fengið boð?
Búið er að boða alla sem eru á forgangslistum vegna áhættuþátta og nú hafa allir fengið boð.  Það flýtir því bólusetningu ekkert úr þessu að vera settur á forgangslista. (Svar uppfært 25. júní)

12-15 ára börn með ákveðna sjúkdóma? Hvenær eru þau bólusett? 
Við erum að bólusetja þennan hóp og því er lokið í bili ( (Svar uppfært 25. júní)

SMS boð
Athugið að fremst í SMS boði um bólusetningu kemur fram fornafn þess sem boðið er ætlað. Enginn annar getur notað það.

Ég veit ekki á hvern síminn minn er skráður og hef áhyggjur af því að ég fái ekki SMS?
Þú getur haft samband við símafyirtækið sem þú skiptir við og kannað það tímanlega. (Spurningu og svari bætt við 5. maí).

Ekkert boð eða missti af boði

Ég hef ekki fengið boð í bólusetningu þó minn árgangur sé búinn að fá?
Ekki er í boði að fá fyrri skammt fyrr en ágúst eftir sumarleyfi. Hægt er að óska eftir Janssen bóluefninu á netspjalli á heilsuvera.is (Svar uppfært 25. júní)

Ég er nýr heilbrigðisstarfsmaður og allir á mínum vinnustað fóru í bólusetningu áður en ég byrjaði að vinna? 

Þinn vinnuveitandi leiðbeinir þér með þetta.

Ég fékk boð sem ég gat ekki nýtt mér. Hvað geri ég þá?
Þú getur mætt næst þegar verið er að nota bóluefnið sem þú fékkst boð í. Þeir sem eru með eldri boð mæta eftir ákveðinn tíma á bólusetningadegi (Svar uppfært 12. júní)

Fær maður nýtt boð ef maður mætir ekki þegar maður fær boð?
Nei, oftast ekki en þú getur mætt næst þegar verið er að bólusetja með efninu sem þú fékkst boð í. (Svar uppfært 31. maí)

Er hægt að vera á lista til að fá afgangsbóluefni í lok dags?
Nei, í lok dags eru boðaðir þeir sem eru næstir samkvæmt boðunarlistum. (Spurningu og svari bætt við 5. maí).

Vil ekki AstraZeneca

Ég fékk boð i AstraZeneca en komst ekki og nú heyri ég að bóluefnið sé bara nýtt í seinni skammt?
Þau sem fengu boð í fyrriskammt í AstraZeneca sem þau gátu ekki nýtt sér hafa fengið boð annað bóluefni. (Svar uppfært 9. júní)

Ég fékk boð í Astra en vil það ekki. Hvenær fæ ég annað bóluefni?
Þegar búið er að að bólusetja hópa sem geta ekki fengið AstraZeneca verður þeim sem hafna AstraZeneca án rökstuðnings boðin bólusetning með öðrum bóluefnum. Þetta verður sennilega í sumarbyrjun.

Ég fékk upphaflega boð í Pfizer/Moderna sem ég gat ekki nýtt mér. Svo fékk ég boð í AstraZeneca og mér var sagt að mér stæði ekkert annað til boða. Nú fæ ég ekki fyrsta skammt af AZ?
Leiðbeiningar og verklag hafa breyst siðan þú fékkst fyrsta boðið og annað boðið. Fyrst var talið að eldri en 65 ættu ekki að fá AstraZeneca en nú hefur komið í ljós að efnið hentar einmitt vel fyrir þennan hóp. Því fékkst þú boð í AstraZeneca til að hægt væri að nota Pfizer/Moderna fyrir hópa sem mega ekki fá AstraZeneca. Nú er meira framboð af Pfizer heldur en AZ og ekki þarf lengur að spara Pfizer. (Svar uppfært 28. maí).

Ég tel að ég geti ekki fengið AstraZeneca vegna undirliggjandi sjúkdóma en er búin að fá boð í bólusetningu með því efni?
Heilsugæslan þín getur óskað eftir öðru bóluefni fyrir þig ef rökstudd ástæða byggð á sjúkraskrá er til staðar. Ef þú ert með ákveðnar frábendingar fyrir Astra Zeneca, getur heilsugæslan tekið við þeim upplýsingum. Svo getur tekið 1-2 vikur að fá boð. Ef ekki er um tiltekna undirliggjandi sjúkdóma að ræða, fyrst og fremst segamyndun í bláæðum eða sjaldgæfa blóðsjúkdóma, er ekki hægt að fá annað bóluefni fyrr en í júní þegar verða auglýst opin hús. (Spurningu og svari bætt við 5. maí).

Útgáfudagur fréttar 3. maí. 

Sjá einnig algengar spurningar og svör á vef Embættis landlæknis sem eru líka á ensku og pólsku.

Bólusetning gegn COVID-19 - Algengar spurningar og svör

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17