Opnunartími frá 08 - 17

Hjúkrunarþjónusta

Á stöðinni starfa níu hjúkrunarfræðingar og þar af tveir sem einnig eru ljósmæður. Hjá þeim er hægt  að panta tíma eftir þörfum og fá upplýsingar í síma um hin ýmsu efni. Hjúkrunarfræðingar sjá m.a. um sáraskiptingar, blóðþrýstingseftirlit, taka hjartalínurit og lungnamælingar (spirometria). Þeir veita ráðgjöf og hægt er að panta tíma í sykursýkismóttöku og lífstílsmóttöku. Hjúkrunarfræðingar sjá einnig um ferðamannabólusetningar og aðrar bólusetningar, sprautugjafir, gefa upplýsingar um lyf og aukaverkanir og almenna ráðgjöf. Auk þess veita þeir ráðgjöf um mæðravernd, ungbarnavernd og heilsuvernd eldri borgara.

Móttökuritarar taka við skilaboðum og hjúkrunarfræðingar hringja til baka.

Hjúkrunarfræðingar á stöðinni starfa við:

  • Meðgönguvernd
  • Ungbarnavernd
  • Skólaheilsugæslu
  • Heilsuvernd eldri borgara
  • Hjúkrunarmóttöku
    • Hjúkrunarmóttaka er veitt alla virka daga frá kl. 08-16. Hjúkrunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf og leiðbeiningar. Hjúkrunarfræðingar vinna í nánu samstarfi við lækna stöðvarinnar.

Í hjúkrunarmóttöku er m.a. veitt eftirfarandi þjónusta:

  • Ráðgjöf
  • Smáslysaþjónusta
  • Sárameðferð
  • Saumatökur
  • Sprautugjafir og ónæmisaðgerðir
  • Ferðamannabólusetningar og fræðsla fyrir ferðamenn
  • Blóðþrýstingseftirlit
  • Hjartalínurit
  • Blóðsykur- og blóðfitumælingar
  • Lungnamælingar (spirometria)
     

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17